Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 1. febrúar 2002 kl. 01:04

Félagar úr MC Fafner bíða eftir Hells Angels í Leifsstöð

Félagar úr MC Fafner, vélhjólaklúbbi með aðsetur í Grindavík, hafa beðið í nokkrar klukkustundir í Leifsstöð eftir að geta tekið á móti gestum sínum frá Hells Angels í Danmörku.Í dag beið móttökunefndin í rúmar fjórar klukkustundir eftir að tveir félagar Hells Angels fengu að fara inn í landið og hópurinn hefur beðið á þriðju klukkustund í kvöld, þegar þetta er skrifað, eftir því að sjá hvort einhver af gestum þeirra fái að koma inn í landið.
Ljósmyndari Víkurfrétta smellti meðfylgjandi mynd þegar danskur Vítisengill beið félaga sinna í komusal Leifsstöðvar í kvöld. Tollvörður fylgdi manninum eftir hvert fótmál.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024