Félag Stofnfjáreigenda í Sparisjóðinum í Keflavík fundar á fimmtudag
Fundur verður hjá Félagi stofnfjáreignenda í Sparisjóðinum í Keflavík þann 26. maí næstkomandi kl. 18 í sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Dagskrá samkvæmt samþykktum samtaktanna. Kynning á rannsóknarvinnu stjórnar. Staða lánamála stofnfjáreigenda vegna kaupa á stofnfjárbréfum og ýmis önnur mál verða rædd sem hvíla á félögum samtakanna, segir í tilkynningu frá Félagi stofnfjáreigenda í Sparisjóðnum í Keflavík.