Fékk yfir sig sjóðandi vatn
Karlmaður í Reykjanesbæ fékk yfir sig sjóðandi heitt vatn þegar hann við vinnu sína í fyrirtæki í bænum. Hann brenndist á höfði og höndum og var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Lögreglunni á Suðurnesjum var tjáð á vettvangi að maðurinn hefði verið að skrúfa frá krana til að hleypa þrýstingi á vél, þegar sjóðandi heitt vatn fossaði upp úr breiðu röri og lenti á honum með fyrrgreindum afleiðingum.