Fékk skilorð fyrir líkamsárás
Karlmaður var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi Reykjaness í gær, en hann var handtekinn af lögreglunni á Suðurnesjum, síðla árs 2006, fyrir líkamsárás.
Játaði hann skýlaust fyrir dómi að hafa veist að sambýlilskonu sinni á þáverandi heimili þeirra, „tekið hana kverkataki og hent henni í gólfið svo hún marðist og tognaði á hálsi, baki og yfir bringspölum“, eins og segir í dómnum.
Refsing þótti hæfileg tveggja mánaða fangelsi, en þar sem viðkomandi hafði aldrei áður gerst sekur um refsiverðan verknað var ákveðið að skilorðsbinda dóminn til tveggja ára.
Honum var þá gert að greiða sakarkostnað, kr. 10.000
Játaði hann skýlaust fyrir dómi að hafa veist að sambýlilskonu sinni á þáverandi heimili þeirra, „tekið hana kverkataki og hent henni í gólfið svo hún marðist og tognaði á hálsi, baki og yfir bringspölum“, eins og segir í dómnum.
Refsing þótti hæfileg tveggja mánaða fangelsi, en þar sem viðkomandi hafði aldrei áður gerst sekur um refsiverðan verknað var ákveðið að skilorðsbinda dóminn til tveggja ára.
Honum var þá gert að greiða sakarkostnað, kr. 10.000