Fékk sekt fyrir að aka eins og strætó
Í dag var ökumaður bifreiðar kærður fyrir að aka veg sem eingöngu er ætlaður almenningsvögnum Reykjanesbæjar.
Einn slíkur vegur er í Heiðarholti í Keflavík og freistast fólk til að nota þann veg sem hjáleið inn og út úr hverfinu. Um er að ræða um 100 metra langan veg á milli fjölbýlishúsa.
Strætó gengur hins vegar ekki um helgar og því hefur ökumaðurinn talið sig öruggan á veginum, þar til hann ók í fasið á lögreglunni.
Einn slíkur vegur er í Heiðarholti í Keflavík og freistast fólk til að nota þann veg sem hjáleið inn og út úr hverfinu. Um er að ræða um 100 metra langan veg á milli fjölbýlishúsa.
Strætó gengur hins vegar ekki um helgar og því hefur ökumaðurinn talið sig öruggan á veginum, þar til hann ók í fasið á lögreglunni.