Fékk net í skrúfuna
Björgunarsveitin Sigurvon Sandgerði og björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar Hannes Þ. Hafstein voru kallaðar út kl.08:20 í morgun á útkalli F1-Rauður eftir að 8 tonna bátur fékk net sín í skrúfuna fyrir utan Hafnir á Suðurnesjum. Báturinn var þá staddur 200-300 metra frá landi en á tiltölulega sléttum sjó og var í fyrstu talin hætta á að hann gæti rekið upp í land.Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein lagði þegar af stað frá Sandgerði ásamt því að björgunarsveitarmenn fóru landleiðina með léttan slöngubát sem þeir eru í þessum skrifuðu orðum að sjósetja við Hafnirnar og ætla að freista þess að sigla út til bátsins og reyna að draga hann aðeins lengra frá ströndinni til að minnka hættuna á því að báturinn strandi meðan beðið er komu björgunarskipsins á staðinn.
Samkvæmt upplýsingum björgunarsveitarmanna á staðnum er núna talinn mun minni hætta á ferðum enda gott veður á svæðinu og þokkalega lygn sjór.
Vísir.is greindir frá nú fyrir nokkrum mínútum.
Samkvæmt upplýsingum björgunarsveitarmanna á staðnum er núna talinn mun minni hætta á ferðum enda gott veður á svæðinu og þokkalega lygn sjór.
Vísir.is greindir frá nú fyrir nokkrum mínútum.