Fékk kranabómu í höfuðið
Tilkynnt var um vinnuslys í Sandgerði Kl. 17:00 sl. mánudag. Slysið átti sér stað er verið var að hífa 20 net upp frá vörubílspalli, en þriggja þátta nælonspotti 14 mm, slitnaði með þeim afleiðingum að kranabóma lenti á höfðinu á einum starfsmanni. Viðkomandi var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík til aðhlynningar.Ekki er talið að um alvarlega áverka sé að ræða.