Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fékk í skrúfuna vestur af Sandgerði
Laugardagur 29. júlí 2006 kl. 19:20

Fékk í skrúfuna vestur af Sandgerði

Togarinn Þórunn Sveinsdóttir fékk veiðarfæri í skrúfuna um 6 sjómílur vestur af Sandgerði í dag. Þórunn var á botnvörpuveiðum þegar óhappið átti sér stað og var Björgunarskipið Hannes Hafstein kallað út frá Sandgerði ásamt köfurum frá Köfunarþjónustu Sigurðar.

Veður var gott sem og aðstæður til björgunarstarfa en það tók kafara um tvær klukkustundir að losa veiðarfærin úr Þórunni svo hún gat sjálf haldið ferðum sínum áfram en Björgunarskipið Hannes Hafstein var undir það búið að draga Þórunni í land ef svo bæri undir.

Engin hætta var á ferðum og sagði Sigurður Stefánsson, kafari, að sem betur fer hefði enginn vír komist í skrúfuna á Þórunni því þá hefði verið óvíst hvort köfurum hefði tekist að ljúka verkefni sínu úti á sjó. „Aðstæðurnar voru allar þær bestu og þetta tók okkur ekki nema rúman klukkutíma að losa úr skrúfunni. Það var poki frá öðru skipi sem var í skrúfunni hjá Þórunni,“ sagði Sigurður sem gat ekki kvartað undan kulda í sjónum heldur sagði hann vera í meðallagi.

[email protected]

 

 



 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024