Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fékk hlera í andlitið og féll úr stiga
Þriðjudagur 1. júlí 2008 kl. 10:39

Fékk hlera í andlitið og féll úr stiga

Vinnuslys varð í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í gær þegar karlmaður fékk hlera í andlitið og féll við það um tvo metra niður á steypt plan.

Maðurinn var að opna hlera utan á skipi sem er til viðgerðar í skipasmíðastöðinni. Maðurinn hafði gengið upp stiga að hleranum en þegar hlerinn opnaðist slóst hann í höfuð mannsins sem þá féll niður um tvo metra og lenti á steyptu plani. Sjúkrabifreið flutti manninn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og síðan á Landsspítalann til frekari skoðunar.

Maðurinn var með áverka á fæti og hugsanlega öklabrotinn. Þá var hann einnig með sár á enni. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakaði slysavettvang.


Mynd: Frá slysstað í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í gærdag. VF-ljósmynd: Hilmar Bragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024