Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

„Fékk hjálp frá vaxtarræktarfólki sem ég hélt að ég gæti treyst“
Þriðjudagur 4. júní 2002 kl. 22:54

„Fékk hjálp frá vaxtarræktarfólki sem ég hélt að ég gæti treyst“

Freyja Sigurðardóttir, margfaldur fitnessmeistari, hefur sent Víkurfréttum eftirfarandi yfirlýsingu vegna þeirra „hörmunga“ sem hafa gengið yfir hana, svo vitnað sé til hennar eigin orða en Freyja hefur verið dæmd í tveggja ára keppnisbann vegna lyfjamisnotkunar.
„Þetta er gífurlegt sjokk fyrir mig sem keppnismanneskju og mikinn íþróttamann að lenda í þessu sem ég lenti í“, segir Freyja og bætir við:„Það var þannig að fimm vikum fyrir Íslandsmót ákvað ég að taka þátt og ég hafði titil að verja. Ég ákvað að fá hjálp hjá vaxtarræktarfólki sem ég hélt að ég gæti treyst 100% til að hjálpa mér við niðurskurðinn fyrir mótið því tíminn var orðin mjög naumur til þess að keppa í mótinu, því ég ætlaði mér aldrei að vera með á þessu Íslandsmóti.

Vaxtarræktarfólkið benti mér á skjaldkirtilstöflur sem gætu aukið brennsluna í líkamanum. Þessar töflur áttu að örva skjaldkirtilinn en efnið sem er í þessum töflum er einnig að finna í líkama okkar, þannig að falla á lyfjaprófi var eithvað sem átti aldrei að koma til greina. Ég sem keppnismanneskja og meistari ætlaði ég mér aldrei að taka inn neitt ólöglegt og eitthvað sem myndi eyðileggja fyrir mér ferilinn. Ég er aðeins 20 ára og vissi að þeir myndu lyfjaprófa efstu sætin og auðvitað stefndi ég þangað. Ég sem margfaldur fitnessmeistari myndi aldrei taka inn MEÐVITAÐ töflur sem innihalda stanozolol. En samkvæmt lyfjaprófinu hafa þessar töflur verið rangar sem ég fékk og ekki verið skjaldkirtilstöflur. Heldur voru þetta töflur sem innihalda stanozolol sem er mjög vægt vefaukandi lyf. (Ég fekk þessar uppýsingar um þetta lyf hjá lyfjafræðingi eftir að ég fékk niðurstöður úr lyfjaprófinu því ég hafði ekki hugmynd um á hverju ég átti að hafa fallið. Maður er alltaf vitur eftir á).

Ég hef aldrei tekið inn neitt ólöglegt og því er þetta mjög sorglegt að hafa lent í þessu, að hafa tekið inn eitthvað efni sem var ólöglegt ÓMEÐVITAÐ.

Ég hef æft fimleika frá 9 ára aldri til 17 ára og strax eftir að ég hætti þar byrjaði ég i fitness aðeins 17 ára og vann þá fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í fitness og hef haldið áfram að æfa og bæta mig síðan þá.

Ég verð að bíta í það súra epli að hafa treyst þessu fólki og tekið inn töflur sem ég taldi að væru löglegar sem síðan felldu mig á lyfjaprófinu, fyrir það get ég ekki fyrirgefið sjálfri mér og að hafa ekki leitað til lyfjafræðings fyrr en skaðinn var skeður.

Ég vil líka taka það fram að ég var líka lyfjaprófuð á Íslandsmótinu í fyrra og að sjálfsögðu stóðst ég það próf.

Kveðja Freyja Sigurðardíttir.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024