Fékk glas í andlitið
Glasi var hent í andlit manns á skemmtistað í Keflavík í nótt. Hlaut maðurinn talsverðan skurð á ennið og blæddi mikið úr sárinu að því er fram kemur í vefdagbók lögreglunnar í Keflavík. Farið var með hinn slasaða á Heilbrigiðsstofnun Suðurnesja og voru nokkur spor saumuð í andlit mannsins til þess að loka sárinu. Sá slasaði vildi ekki gefa upp hver hefði hent glasinu í sig.