Fimmtudagur 19. ágúst 2004 kl. 16:30
Fékk eigin golfkúlu í höfuðið
Óskað var eftir aðstoð lögreglu og sjúkrabifreiðar að Golfvellinum í Grindavík um kl. 15 í dag. Þar hafði golfiðkandi slegið golfkúlunni í stein, sem endurkastaði henni í höfuð hans. Hann hlaut skurð á augabrún og var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja undir læknis hendur.