Fékk að máta buxur og stal þeim
Karlmaður, sem fékk að máta buxur í fataverslun í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina gerði meira en að máta, því hann gekk út í buxunum án þess að greiða fyrir þær. Gömlu buxurnar skildi hann eftir í mátunarklefanum. Málið er í rannsókn.
Þá hafði lögreglan um helgina hendur í hári annars manns sem hafði látið greipar sópa í verslun í umdæminu þrjá daga í röð fyrr í mánuðinum. Hann var látinn greiða fyrir varninginn sem hann hafði tekið ófrjálsri hendi og undirrita skaðabótakröfu á hendur sér.