Feitipottur valdur að stórtjóni
Eldur í feitipotti varð valdur að stórtjóni í íbúð við Hraunsveg í Njarðvík í kvöld.Þykkt reykjarský lagði frá húsinu og var óttast um tíma að um stórbruna væri að ræða.Húsráðandi hafði brugðið sér í símann frá pottinum en varð flótt var við að ekki var allt með felldu. „Ég kastaði eldvarnarteppi yfir pottinn, en þá var eldurinn kominn í viftu ofan vil eldavélina. Þaðan fór eldurinn í tréloft í eldhúsinu og barst þaðan inn í stofu“, sagði húsráðandi við blaðamann á vettvangi. Kona og barn voru í húsinu og komust þau strax út. Slökkviliðið var fljótt á vettvang og réð niðurlögum eldsins. Tjón í húsinu er mikið, bæði af völdum elds og reyks.