Feitipottur brann á Vitanum
Eldur kom upp í feitipotti á veitingahúsinu Vitanum í Sandgerði í morgun. Slökkvilið Sandgerðis var kallað út og tókst fljótlega að slökkva eldinn með því að kasta eldvarnarteppi yfir pottinn. Tjón var minniháttar og slökkvilið hafði pakkað saman sínum búnaði nokkrum mínútum eftir útkallið. Starfsemi Vitans raskast ekki vegna óhappsins í morgun.
Mynd: Veitingahúsið Vitinn í Sandgerði. VF-mynd: Þorgils Jónsson
Mynd: Veitingahúsið Vitinn í Sandgerði. VF-mynd: Þorgils Jónsson