Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fegurstu garðar Reykjanesbæjar
Föstudagur 26. ágúst 2011 kl. 10:05

Fegurstu garðar Reykjanesbæjar

Reykjanesbær verðlaunaði þá garða bæjarins sem þóttu skara framúr hvað fegurð og snyrtilegan frágang varðar. Fimm hús fengu viðurkenningu að þessu sinni fyrir litríka og skemmtilega garða auk þess sem Keflavíkurkirkja fékk sérstaka viðurkenningu fyrir fallega og vel hirta lóð auk þess sem heildarsvipur kirkjunnar þykir glæsilegur. Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Magnea Guðmundsdóttir afhentu íbúum viðurkenningu í Duushúsum í gær.

Hér er listi yfir þá sem fá viðurkenningu í ár :

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Heiðarhorn 17. Fær viðurkenning fyrir litríkan og fallegan garð.

Smáratún 6. Viðurkenning fyrir fallegan og snyrtilegan garð.

Háholt 19. Viðurkenning fyrir fallega uppgert eldra hús og lóð.

Melavegur 9. Viðurkenning fyrir fallegan og snyrtilegan garð og hús.

Klettás 15. Viðurkenning fyrir fallegan og vel útfærðan garð.

Keflavíkurkirkja Viðurkenning fyrir fallega mjög vel hirta lóð, góðan heildarsvip.