Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fegurstu garðar Grindavíkur
Mynd: Staðarvör 8. Verðlaun fyrir fallegan og gróinn garð.
Miðvikudagur 5. september 2012 kl. 16:28

Fegurstu garðar Grindavíkur

Ákveðið hefur verið hverjir fái Umhverfisverðlaunin fyrir fallegustu garðana, snyrtilegasta fyrirtækið og vel heppnaða endurgerð á gömlu húsi í Grindavík þetta árið. Líkt og undanfarin ár var óskað eftir tilnefningum frá bæjarbúum og bárust fjölmargar ábendingar. Eftir vettvangsferðir um ýmsa garða í síðasta mánuði var ákveðið að veita eftirfarandi verðlaun:

Verðlaun fyrir fallegan og gróinn garð: Staðarvör 8, Halla Kristín Sveinsdóttir og Þórarinn Kr. Ólafsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Verðlaun fyrir fallegan og gróinn garð: Marargata 7, Vilhelm Þór Þórarinsson og Vigdís Viggósdóttir.

Verðlaun fyrir vel heppnaða viðgerð á gömlu húsi: Steinar, Oddgeir Arnar Jónsson.

Verðlaun fyrir snyrtilegasta fyrirtækið: Ice-West ehf.

Nánar á Grindavík.is.

Marargata 7. Verðlaun fyrir fallegan og gróinn garð.