Fegurðarkynning: Björg Áskelsdóttir
Kynning á þátttakendum í Fegurðarsamkeppni Suðurnesja er hafin. Í Víkurfréttum í dag má sjá myndir af tveimur fyrstu þátttakendunum í keppninni. Þær heita Björg Áskelsdóttir og Erla Jóhannsdóttir. Meðfylgjandi er mynd af Björgu ásamt spurningum sem fyrir hana voru lagðar:
Nafn: Björg Áskelsdóttir
Foreldrar: Áskell Agnarsson og Jóhanna Þórarinsdóttir
Aldur: 20 ára
Kærasti: Á lausu.
Nám/Atvinna: Vinn í Sparisjóðnum í Keflavík. Er útskrifuð úr Versló.
Framtíðaráform: Ég ætla í Háskólann og er að hugsa um verkfræði.
Áhugamál: Fatahönnun, saumaskapur, tónlist og njóta lífsins.
Lífsmottó: Að standa mig vel í því sem ég tek mér fyrir hendur.
Hvað metur þú mest í fari annarra? Einlægni fyrst og fremst.
Þrír hlutir sem þú myndir taka með þér á eyðieyju? Saumavélin, bátur og árar.
Uppáhaldshlutur: Saumavélin.
Ein ósk: Að ég ætti fullt af óskum.