Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Feginn að missa ekki húsið líka
    Gjörónýt langferðabilfreiðin.
  • Feginn að missa ekki húsið líka
    Sævar Baldursson. Mynd úr einkasafni.
Þriðjudagur 1. júlí 2014 kl. 11:06

Feginn að missa ekki húsið líka

Töluvert tjón hjá Hópferðum Sævars eftir bruna um helgina.

„Maður er svona að átta sig á þessu núna. Þetta er dálítið ferli, málið er í rannsókn og maður veit ekki hvað verður,“ segir Sævar Baldursson, sem rekur Hópferðir Sævars. Langferðabifreið frá fyrirtæki Sævars eyðilagðist í bruna um helgina. „Það var leigubílstjóri sem sá eldinn stíga upp og þrátt fyrir að það sé hræðilegt að missa rútu var mesta sjokkið að sjá hversu mikið eldurinn náði að læsa sig í þakkantinn á húsinu og dyr sviðnuðu einnig mikið. Það má alltaf fá annan bíl en húsnæðið er okkur mikils virði, við vorum búin að leggja mikið á okkur til að eignast það,“ segir Sævar.

Bruninn og tjónið hafa þá þýðingu fyrir Sævar og fyrirtæki hans að heilmikil vinna sem plönuð var hefur verið afbókuð og komið í annarra hendur. „Það verður að sjálfsögðu eitthvað fjárhagslegt tjón vegna þess. Við fáum þetta líklega aldrei að fullu bætt.“ Sævar bætir við að það hafi endurseglast verulega í þessu öllu hversu gott getur verið að búa í litlu samfélagi. „Maður kannaðist við alla sem komu að þessu, allt gott fólk sem fann til með okkur. Það var mjög gott og hlýtt að sjá hvað allir voru tilbúnir að hjálpa og sýna samstöðu. Ég er búinn að fá fjölda símtala frá fólki sem reiðubúið að hjálpa til, meira að segja samkeppnisaðilar hafa boðist til að aðstoða mig mig með rútumál og annað. Ég er mjög þakklátur fyrir það. Þetta sýnir að það er einhver ávinningur af því að fá ferðamálafyrirtæki á Suðurnesjum til að vinna saman - og þau gætu gert það enn meira,“ segir Sævar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á þessari mynd sést að bruninn hafði skemmt hurð og þak hússins.

Reykurinn sást vel úr í fjarlægð aðfararnótt laugardags.

Myndir af Facebook síðu Sævars.