Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Feðgin í framboði
  • Feðgin í framboði
Fimmtudagur 8. maí 2014 kl. 10:46

Feðgin í framboði

-Jóhanna María kosningastjóri Framsóknar

Jóhanna María Kristinsdóttir hefur verið ráðinn kosningastjóri Framsóknar í Reykjanesbæ vegna bæjarstjórnakosninganna í vor, sem fram fara 31. maí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Framsókn í Reykjanesbæ.  Jóhanna María er stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja en hefur lagt stund á söngnám undanfarin ár og hyggur á áframhaldandi söngnám á háskólastigi. 
 
Jóhanna María hefur lengi verið virk í Framsókn en hún á nú í fyrsta skipti sæti á lista framboðsins en hún skipar 12. sæti listans. Þess má geta að faðir hennar er núverandi bæjarfulltrúi og oddviti Framsóknar, Kristinn Þór Jakobsson. Þau feðgin munu vinna saman af krafti í kosningabaráttunni í vor.
 
„Við erum með mjög öflugan lista. Við náðum að stilla upp fléttulista, þ.e. karl og kona skipa listann til skiptis alla leið niður, 11 konur og 11 karlar. Það gefur okkur ákveðna sérstöðu. Oddvitinn okkar hefur nú öðlast reynslu eftir fjögur ár í bæjarstjórn og með honum er kraftmikið og hugmyndaríkt fólk sem kemur með fjölbreytta reynslu með sér úr atvinnulífinu og félagsmálum. Elsti frambjóðandinn okkar er á níræðisaldri og sá yngsti aðeins 18 ára þannig að breyddin er góð hjá okkur. Ólíkur bakgrunnur frambjóðanda gefur okkur einnig styrk. Ég er mjög bjartsýn á komandi kosningar og er sannfærð um að Framsókn eigi eftir að gera góða hluti þar sem stefnuskráin okkar er afar sterk og frambjóðendur sömuleiðis. Við ætlum að taka þetta alla leið með jákvæðni og gleði að leiðarljósi.“
 
Jóhanna María, ásamt öðrum frambjóðendum Framsóknar hafa undanfarnar vikur unnið vel í málefnavinnu framboðsins en stefnuskrá þess var kynnt formlega við opnun kosningaskristofunnar að Hafnargötu 62 þann 2. maí sl. Stefnuskrána má finna á heimasíðu félagsins, www.framsokn.com.  Frekari upplýsingar um framboðið og viðburði má einnig nálgast á fésbókarsíðu Framsóknar í Reykjanesbæ.
 
„Kosningaskrifstofan okkar verður opin alla virka daga frá kl. 14:00-22:00 og um helgar frá kl. 11:00-16:00. Við munum bjóða upp á súpu og spjall við frambjóðendur alla fimmtudaga kl. 18:00. Ég hvet alla sem vilja kynna sér málin að kíkja við hjá okkur. Einnig er hægt að vera í sambandi við okkur í gegnum heimasíðuna og fésbókarsíðuna okkar. Stemmingin hjá Framsókn í Reykjanesbæ er mjög góð og við leggjum bjartsýn afstað í þetta ævintýri. Góður undirbúningur, sterk málefnastaða og öflugir frambjóðendur munu skila Framsókn nokkrum bæjarfulltrúum í vor”, segir Jóhanna María að lokum í tilkynningunni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024