Feðgar hlaupa til styrktar Ölla
„Við erum mjög ánægðir með það að minningarsjóðurinn styrki börn til íþróttaiðkunar,“ segir Oddur Gunnarsson Bauer, en hann og faðir hans, Gunnar Oddsson, munu hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og safna áheitum fyrir Minningarsjóð Ölla.
Minningarsjóður Ölla hóf starfsemi haustið 2013 og hefur það að markmiði að styrkja börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna. Örlygur Aron Sturluson eitt mesta efni í sögu íslensks körfubolta en hann lést af slysförum 16. janúar árið 2000.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem feðgarnir hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu en árið 2013 hlupu þeir til styrktar Ragnheiði Ragnarsdóttur heitinnar, kennara við Heiðarskóla. „Síðan þá hef ég hlaupið fyrir Ölla. Pabbi hefur ekki komist aftur fyrr en núna en þetta er í fyrsta skipti sem við hlaupum saman fyrir Ölla.“
Aðspurður hvort Oddur ætli að ná á undan pabba sínum í mark segist hann að sjálfögðu ætla að gera það. „Ég hef verið að taka þetta í „the low 40s“ og ég sé gamla ekki ná því.“
Hægt er að styrkja feðgana hér.