Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Feðgar ætla sér yfirráð yfir suðvesturhorninu
Feðgarnir saman á sviði á Ljósanótt árið 2011.
Mánudagur 21. júlí 2014 kl. 11:26

Feðgar ætla sér yfirráð yfir suðvesturhorninu

Baldur og Björgvin sækjast eftir bæjarstjórastól í sitthvoru bæjarfélaginu

Feðgarnir Baldur Þórir Guðmundsson og Björgvin Ívar Baldursson sækjast báðir eftir sæti bæjarstjóra í sitthvoru bæjarfélaginu. Baldur sóttist eftir stöðu bæjarstjóra í Hafnarfirði á meðan sonurinn Björgvin sækist eftir stöðu í heimabæ þeirra feðga, Reykjanesbæ. Björgvin segist hafa sótt um stöðuna vegna þess að auglýst hafi verið eftir faglegum bæjarstjóra. „Ég tel mig vera mjög faglegan, vonandi á þann hátt sem leitað er eftir,“ segir Björgvin sem undanfarin ár hefur haldið um stjórnartaumana í hljóðveri Geimsteins sem Rúnar Júlíusson afi hans stofnaði á sínum tíma.

„Það var ekkert samráð í gangi hjá okkur feðgum. Ég sótti bara um strax og þetta var auglýst og bjóst í raun við því að pabbi myndi gera slíkt hið saman.“ Björgvin segir að þeir feðgar hafi í raun ekkert rætt þessi mál fyrr en í gær (sunnudag) þegar Baldur bauð til vínsmökkunar fyrir fimmtugsafmæli sem hann heldur á næstunni. „Það yrði mjög hentugt ef við myndum báðir fá þessar stöður. Þá myndum við ráða yfir suðvesturhorninu,“ segir Björgvin en hann telur góðar líkur á að svo verði. „Ég held að stuðullinn sé svona í kringum 1,5 á okkur báða en þegar maður leggur það saman þá er það auðvitað þrír, sem er ekki alveg eins góður stuðull.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Björgvin segir að það sé margt líkt með því að reka plötuútgáfu og bæjarfélag og telur að sú reynsla muni nýtast honum vel. „Mér sýnist plötubransinn vera að fara í hundana og það sama má segja um bæjarstjórabransann. Þetta er svipað hark.“ Björgvin nam listfræði og ritlist í um stund í háskóla en gafst fljótlega upp á því. „Ég prófaði það í tvo mánuði. Skilaði inn einni ritgerð sem ég fékk gott fyrir. Eftir það kallaði ég þetta gott. Ég er annars búinn með nokkrar annir í skóla lífsins,“ sagði Björgvin að lokum.