Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

FEB gefur dvalarheimilum Suðurnesja fimm hægindastóla
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
laugardaginn 3. desember 2022 kl. 07:45

FEB gefur dvalarheimilum Suðurnesja fimm hægindastóla

Félag eldri borgara á Suðurnesjum gefur dvalarheimilum Suðurnesja fimm hægindastóla. Þá munu þrír þeirra koma til með að vera í dagdvölinni á Nesvöllum, einn í Víðihlíð í Grindavík og einn á Garðvangi í Suðurnesjabæ.

Þau Guðrún Eyjólfsdóttir og Jón Ólafur Jónsson, formaður og varaformaður félagsins afhentu þeim Ásu Eyjólfsdóttur, forstöðumanni öldrunar og stuðningsþjónustu hjá Reykjanesbæ og Kristínu Finnsdóttur, deildarstjóra dagdvalar, hægindastólana fyrr í vikunni. „Þetta er virkilega kærkomin gjöf og kemur til með að nýtast dagdvalar gestum mjög vel,“ segir Ása.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024