Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fé verði veitt í vitagarð á Garðskaga
Fimmtudagur 19. september 2013 kl. 09:32

Fé verði veitt í vitagarð á Garðskaga

Ferða-, safna- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Garðs leggur til að bæjarráð samþykki fjármuni á fjárhagsáætlun ársins 2014 til áframhaldandi uppbyggingar Vitagarðs á Garðskaga. Segir að verkefnið eigi eftir að vekja mikla athygli verði það að veruleika verður segull fyrir ferðamenn og á vel heima á þessum stað þar sem fyrsta leiðarljós fyrir sæfarendur var byggt árið 1847 af Helga á Lambastöðum.

Stefnt skal að því að verkefninu ljúki á næsta kjörtímabili og ráð fyrir því gert í 3ja ára fjárhagsáætlun bæjarfélagsins.

Nefndin varpaði einnig fram þeirri hugmynd að einnig verði gert ráð fyrir fjármagni til að láta teikna og hanna eftirmynd fyrstu vitavörðunnar sem áður er getið um. Stefnt verði að byggingu hennar á næsta kjörtímabili og ráð gert fyrir fjármunum í 3ja ára fjárhagsáætlun bæjarfélagsins.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024