Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Faxaflói: Þykknar upp með snjókomu
Laugardagur 12. janúar 2008 kl. 14:22

Faxaflói: Þykknar upp með snjókomu

Austan og norðaustan 3-8 m/s og skýjað með köflum, en stöku él. Þykknar upp með snjókomu seint á morgun. Frost 0 til 8 stig, kaldast í uppsveitum.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðaustan 3-5 m/s og skýjað með köflum en él á stöku stað. Þykknar upp með snjókomu seint á morgun. Frost 0 til 3 stig.


Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Suðaustan 8-13 m/s suðvestantil á landinu og snjókoma. Annars austlæg átt, 3-8 m/s og skýjað með köflum, en dálítil él norðan- og austantil og úti við sjóinn. Frost 0 til 12 stig, kaldast inn til landsins.

Á þriðjudag:
Suðlæg eða breytileg átt, 5-10 m/s. Snjókoma vestantil, einkum norðvestanlands, en annars úrkomulítið. Talsvert frost víða um land, en við frostmark vestast.

Á miðvikudag:
Suðaustlæg átt og snjókoma norðvestantil, en annars skýjað með köflum. Talsvert frost austan- og norðanlands, en frostlaust vestast.

Á fimmtudag og föstudag:
Suðaustan 8-15 m/s og slydda eða rigning sunnan- og vestanlands en þurrt norðaustantil. Hlýnar í veðri.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024