Faxaflói: Hvessir með éljum í kvöld
Suðvestan 8-15 m/s og rigning en úrkomulítið eftir hádegi. Hvessir, 13-20 m/s með éljum í kvöld, en dregur aftur úr vindi eftir hádegi á morgun. Hiti 2 til 7 stig í fyrstu en við frostmark í kvöld og á morgun.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðvestan 8-13 m/s og rigning. Úrkomulítið eftir hádegi en hvessir með éljum í kvöld. Heldur hægari eftir hádegi á morgun. Hiti 3 til 7 stig, en við frostmark í kvöld og á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Suðvestan 10-15 m/s með éljum en 5-13 m/s og bjartviðri NA-til. Frost víða 0 til 5 stig, en frostlaust með S-ströndinni.
Á föstudag:
Suðvestlæg átt og él, en gengur í hvassa norðaustanátt með snjókomu fyrir norðan síðdegis og rofar til um S-vert landið. Frost um allt land.
Á laugardag:
Norlæg átt með með ofankomu N- og A-til, en vestlægari V-til og él en úrkomulítið S-til. Frost víða 3-10 stig.
Á sunnudag:
Útlit fyrir hæga V-læga eða breytilega átt með dálítilli ofankomu N- og V-til. Minnkandi frost.
Á mánudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt og stöku él, einkum N-til. Yfirleitt vægt frost.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir hæga suðaustlæga átt og dálítilli slyddu S- og V-til. Heldur hlýnandi.