Fauk á hliðina við Sandgerðishöfn
Smábátur í vagni lagðist á hliðina á norðurgarði Sandgerðishafnar í veðrinu í nótt. Olía lak úr bátnum og var slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kallað á staðinn að hreinsa upp olíu en talsvert magn olíu virðist hafa lekið úr tanki bátsins.
Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndari Víkurfrétta á vettvangi á sjöunda tímanum í morgun. VF-mynd: Hilmar Bragi