Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fátt virðist koma í veg fyrir að sundhöll verði rifin
Þriðjudagur 20. mars 2018 kl. 19:01

Fátt virðist koma í veg fyrir að sundhöll verði rifin

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti deiliskipulagstillögu vegna Framnesvegar 9-11 á bæjarstjórnarfundi nú áðan, en á lóðinni er húsnæði gömlu Sundhallar Keflavíkur. 
 
Samþykktin gefur verktakanum Húsanesi, leyfi til að byggja þrjú fjölbýlishús á lóðinni en mun til þess þurfa að rífa sundhallarbygginguna. 
 
Bæjarfulltrúar meirihluta bæjarstjórnar auk fulltrúa Framsóknarflokksins samþykktu deiliskipulagstillöguna. Áður hafði minnihluti Sjálfstæðisflokksins lagt fram tillögu um að málinu yrði frestað til að fara betur yfir álitamál sem komið hafa upp, til dæmis hvort bærinn geti verið skaðabótaskyldur í málinu og eins um vanhæfi eins fulltrúa meirihluta í Umhverfis- og skipulagsráði. Sú tillaga var felld með atkvæðum meirihlutans sem í umræðum sagði nauðsynlegt að koma málinu í farveg.
 
Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs sagði í umræðum að Minjastofnun gæti enn beitt skyndifriðun sem væri þá þvert á fyrri skoðun þess á málinu og þannig fengið 6 vikna frest auk þess sem Skipulagsstofnun hefur 2 mánuði til að staðfesta deiliskipulagið. Hann sagði að bærinn væri ekki skaðabótaskyldur þó svo þessi ákvörðun hafi verið tekin.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024