Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkfall
 Fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkfall kennarar skelli á á miðnætti. Enn ber mikið á milli samningsaðila og stóð fundur fram undir miðnætti í gær og nýr fundur hófst aftur í morgun.
Fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkfall kennarar skelli á á miðnætti. Enn ber mikið á milli samningsaðila og stóð fundur fram undir miðnætti í gær og nýr fundur hófst aftur í morgun. 
Ef til verkfalls kemur munu um 2900 grunnskólabörn úr 8 grunnskólum á Suðurnesjum ekki mæta í skólann í fyrramálið. 240 kennarar munu auk þess sitja heima. 
Í skoðanakönnun sem birt er í Fréttablaðinu í dag eru 76% andvíg verkfalli kennara, 24% eru meðfylgjandi verkfalli, rúm 10% eru óákveðin og 2% vildu ekki svara. Könnunin náði til 800 manns.
Myndin: Ljóst er að ef verkfall skellur á verður lítið um líf á skólalóð Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ. Ljósmynd/Oddgeir Karlsson.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				