Fátækt er ekki einkamál
Samstarfshópur um enn betra samfélag boðar til borgarafundar um farsæld og fátækt á Íslandi. Fundurinn verður haldinn í Þjóðminjasafninu á morgun, föstudaginn 1. mars kl. 14 -16.
Þar mun hópurinn kynna skýrslu sem varpar nýju ljósi á stöðu fátækra í landinu og leggja fram tillögur til breytinga. Fulltrúar stjórnmálaflokka munu hlýða á kynninguna og hafa stutta framsögu, segir í fréttatilkynningu.
Allir eru hvattir til þátttöku. Fátækt er ekki einkamál.