Fasteignir Reykjanesbæjar seldar
Á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í gær var samþykkt tillaga um sölu fasteigna bæjarins til fasteignafélagsins Fasteignar hf. og um leið gerast eignaraðilar að félaginu. Í tillögunni sem samþykkt var í gær segir að bæjarstjórn samþykki að selja fasteignir Reykjanesbæjar til Fasteignar hf. að verðmæti 3.347 milljónir króna. Á bæjarstjórnarfundi 10. desember s.l. stofnaði Reykjanesbær einkahlutafélag til eignar og reksturs fasteigna sinna með hlutafé að nafnvirði 525 milljónir króna, í þeim tilgangi að undirbúa stofnun Fasteignar hf. Fasteignafélagið sem Reykjanesbær stofnaðu rennur með samþykkt tillögunnar inn í Fasteign hf. Með þátttöku í fasteignafélaginu Fasteign hf. sparar Reykjanesbær um 14 milljónir króna á ári.Tillaga:
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkir að gerast eignaraðili að fasteignafélaginu Fasteign hf., sem annast mun nýbyggingar, endurbætur og utanhússviðhald helstu fasteigna Reykjanesbæjar.
Á bæjarstjórnarfundi 10. desember s.l. stofnaði Reykjanesbær einkahlutafélag til eignar og reksturs fasteigna sinna (Reykjanesbær, fasteignafélag ehf.) með hlutafé að nafnvirði 525 milljónir króna, í þeim tilgangi að undirbúa stofnun Fasteignar hf.
Með framangreindri ákvörðun er samþykkt að selja fasteignafélag Reykjanesbæjar ehf. til Fasteignar hf. fyrir 525 milljón kr. sem er sama framlag og bærinn leggur sem hlutafé í Fasteign hf. Með þessum hætti er haldið sérstaklega utan um eignir Reykjanesbæjar í Fasteign hf., líkt og gert er með eignir Landsbankans, Íslandsbanka, Seltjarnarness og annarra sveitarfélaga sem vilja ganga í félagið.
Í framhaldi af þessu samþykkir bæjarstjórn að selja fasteignir til Fasteignar hf., sbr. meðfylgjandi yfirlit, nú að verðmæti 3.347 milljónir kr.
Samkvæmt leigusamningum er forkaupsréttur Reykjanesbæjar er á öllum eignum og verða þær leigðar til áframhaldandi nota í þágu bæjarfélagsins.
Umsamið meðal leiguverð á mánuði er 0,73% af kaupverði, eða 293 millj. kr. á ári.
Á móti lækkar fjármagnskostnaður og viðhaldskostnaður um 307 milljónir kr. á ári.
Kaupverð er um 70% af verðmæti sambærilegra eigna á höfuðborgarsvæðinu og tekur leiga mið af því. Ef Reykjanesbær nýtir sér hins vegar endurkauparétt sinn, helst umrætt hlutfall, þótt verð á milli svæða hafi jafnast. Velji Reykjanesbær að selja eignirnar í framhaldi af endurkaupum getur myndast verðmunur bæjarfélaginu í hag.
Reykjanesbær leggur áherslu á að nýta söluandvirði til greiðslu skulda og þegar liggur fyrir samþykki Íslandsbanka á heimild uppgreiðslu lána að andvirði 1,5 milljarður kr. Stefnt er að því að semja við Fasteign hf. um yfirtöku fleiri lána eða uppgreiðslu þeirra lána sem hagstæðast er að greiða upp.
Til máls tóku Kjartan M. Kjartansson, Guðbrandur Einarsson og Jóhann Geirdal.
Tillagan og 11. mál samþykkt 10 – 0. Kjartan M. Kjartansson situr hjá.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkir að gerast eignaraðili að fasteignafélaginu Fasteign hf., sem annast mun nýbyggingar, endurbætur og utanhússviðhald helstu fasteigna Reykjanesbæjar.
Á bæjarstjórnarfundi 10. desember s.l. stofnaði Reykjanesbær einkahlutafélag til eignar og reksturs fasteigna sinna (Reykjanesbær, fasteignafélag ehf.) með hlutafé að nafnvirði 525 milljónir króna, í þeim tilgangi að undirbúa stofnun Fasteignar hf.
Með framangreindri ákvörðun er samþykkt að selja fasteignafélag Reykjanesbæjar ehf. til Fasteignar hf. fyrir 525 milljón kr. sem er sama framlag og bærinn leggur sem hlutafé í Fasteign hf. Með þessum hætti er haldið sérstaklega utan um eignir Reykjanesbæjar í Fasteign hf., líkt og gert er með eignir Landsbankans, Íslandsbanka, Seltjarnarness og annarra sveitarfélaga sem vilja ganga í félagið.
Í framhaldi af þessu samþykkir bæjarstjórn að selja fasteignir til Fasteignar hf., sbr. meðfylgjandi yfirlit, nú að verðmæti 3.347 milljónir kr.
Samkvæmt leigusamningum er forkaupsréttur Reykjanesbæjar er á öllum eignum og verða þær leigðar til áframhaldandi nota í þágu bæjarfélagsins.
Umsamið meðal leiguverð á mánuði er 0,73% af kaupverði, eða 293 millj. kr. á ári.
Á móti lækkar fjármagnskostnaður og viðhaldskostnaður um 307 milljónir kr. á ári.
Kaupverð er um 70% af verðmæti sambærilegra eigna á höfuðborgarsvæðinu og tekur leiga mið af því. Ef Reykjanesbær nýtir sér hins vegar endurkauparétt sinn, helst umrætt hlutfall, þótt verð á milli svæða hafi jafnast. Velji Reykjanesbær að selja eignirnar í framhaldi af endurkaupum getur myndast verðmunur bæjarfélaginu í hag.
Reykjanesbær leggur áherslu á að nýta söluandvirði til greiðslu skulda og þegar liggur fyrir samþykki Íslandsbanka á heimild uppgreiðslu lána að andvirði 1,5 milljarður kr. Stefnt er að því að semja við Fasteign hf. um yfirtöku fleiri lána eða uppgreiðslu þeirra lána sem hagstæðast er að greiða upp.
Til máls tóku Kjartan M. Kjartansson, Guðbrandur Einarsson og Jóhann Geirdal.
Tillagan og 11. mál samþykkt 10 – 0. Kjartan M. Kjartansson situr hjá.