Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fasteignasala jókst milli mánaða
Fimmtudagur 4. desember 2008 kl. 09:52

Fasteignasala jókst milli mánaða

Þrjátíu og sjö fasteignakaupsamningum var þinglýst í Reykjanesbæ í nóvember. Þar af voru 13 samningar um eignir í fjölbýli, 9 samningar um eignir í sérbýli og 15 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 484 milljónir króna og meðalupphæð á samning 13,1 milljónir króna. Þetta eru heldur fleiri samningar en í október en þá voru þeir 18. Í nóvember á síðasta ári voru þeir 78 þannig að samdrátturinn er talsverður milli ára.

Til samanburðar við önnur sveitarfélög má nefna að einungis 11 kaupsamningum var þinlýst á Akureyri í síðasta mánuði, 10 á Akranesi og 25 í Árborg.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þetta kemur fram á vef Fasteignamats Ríkisins.