Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fasteignamarkaður: Tíu kaupsamningar í júní
Mánudagur 6. júlí 2009 kl. 08:30

Fasteignamarkaður: Tíu kaupsamningar í júní


Aðeins 10 fasteignakaupsamningum var þinglýst í Reykjanesbæ allan júnímánuð, samkvæmt tölum Fasteignaskrár ríkisins. Þar af voru sjö samningar um eignir í fjölbýli og þrír samningar um eignir í sérbýli. Heildarveltan var 232 milljónir króna og meðalupphæð á samning 23,2 milljónir króna.

Á sama tíma var 23 samningum þinglýst á Akureyri, 14 á Árborgarsvæðinu og fjórum á Akranesi. Á höfuðborgarsvæðinu var 166 kaupsamningum þinglýst á sama tímabili.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024