Fasteignamarkaður: Níu kaupsamningar í fjórðu viku
 Níu kaupsamningum um fasteignir var þinglýst á Suðurnesjum síðustu vikuna í febrúar. Þar af voru sjö samningar um eignir í fjölbýli, einn samningur um sérbýli og einn samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 198 milljónir króna og meðalupphæð á samning 22 milljónir króna.
Níu kaupsamningum um fasteignir var þinglýst á Suðurnesjum síðustu vikuna í febrúar. Þar af voru sjö samningar um eignir í fjölbýli, einn samningur um sérbýli og einn samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 198 milljónir króna og meðalupphæð á samning 22 milljónir króna.
Á sama tíma var þremur kaupsamningum þinglýst á Akureyri, tveimur á Árborgarsvæðinu og 35 á höfuðborgarsvæðinu. 
Þetta kemur fram í yfirliti frá Fasteignaskrá Íslands.





 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				