Fasteignamarkaður: Heldur dregur úr veltu
Heldur hefur dregið úr veltu á fasteignamarkaði á Suðurnesjum líkt og annarsstaðar.
Þannig var 33 fasteignum þinglýst í Reykjanesbæ í júlí síðastliðnum samanborið við 93 samninga í júli 2007.
Í júlí síðastliðnum voru þinglýstir 17 samningar um eignir í fjölbýli, 14 samningar um eignir í sérbýli og tveir samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 846 milljónir króna og meðalupphæð á samning 25,6 milljónir króna.
Til samanburðar voru samningar um fjölbýli 64 í júlí á síðasta ári og 20 um sérbýli.
Veltan þá var ríflega 1,8 milljarður.
Þetta kemur fram í tölum Fasteignamats Ríkisins.
Í fréttum RUV í gær segir að að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á landinu sé hverfandi og lánsfjárframboð lítið. Um 4300 íbúðir séu til sölu í landinu eða um 50% fleiri en á sama tíma í fyrra.