Fasteignamarkaður: 23 samningar í apríl
Alls var 23 fasteignakaupsamningum þinglýst í Reykjanesbæ í apríl mánuði síðastliðnum. Þar af voru 8 samningar um eignir í fjölbýli, 14 samningar um eignir í sérbýli og 1 samningur um annars konar eign. Heildarveltan var 457 milljónir króna og meðalupphæð á samning 19,9 milljónir króna.
Á sama tíma var einungis 19 samningum þinglýst á Akureyri, fimm á Árborgarsvæðinu og sex samningum á Akranesi. Á höfuðborgarsvæðinu var 122 samningum þinglýst í apríl.
---
Mynd/OK - Reykjanesbær.