Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fasteignagjöld lægst í Grindavík en hæst í Keflavík
Þriðjudagur 24. september 2019 kl. 17:54

Fasteignagjöld lægst í Grindavík en hæst í Keflavík

Fasteignagjöld eru lægst í Grindavík samkvæmt nýrri úttekt Byggðastofnunar. Gjöldin eru 259 þúsund krónur en næst lægst á eftir Grindavík er Bolungarvík með 260 þúsund krónur. Gjöldin eru hins vegar hæst í Keflavík (Matið er unnið úr frá byggðakjörnum og er því hér talað um Keflavík en ekki Reykjanesbæ) en þar eru þau 453 þúsund krónur. Gjöldin í Grindavík eru því 57% af gjöldum í Keflavík.

Þegar fasteignagjöld eru borin saman milli sveitafélaga er viðmiðunareignin einbýlishús sem er 161,1 m2 að grunnfleti. Stærð lóðar er 808 m2.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fasteignagjöldin eru reiknuð út samkvæmt núgildandi fasteignamati sem gildir frá 31. desember 2018 og samkvæmt álagningareglum ársins 2019 eins og þær eru í hverju sveitarfélagi.