RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt
RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt

Fréttir

Fartölvu og 100.000 krónum stolið í innbroti
Miðvikudagur 6. apríl 2005 kl. 09:54

Fartölvu og 100.000 krónum stolið í innbroti

Snemma í gærmorgun var tilkynnt um innbrot í Efnalaug Suðurnesja að Iðavöllum í Reykjanesbæ.

Innbrotsþjófar höfðu spennt upp glugga og numið brott fartölvu og um 100.000 kr í peningum. Ekki er vitað hverjir voru að verki en rannsókn stendur yfir.

Þá kærði lögregla tvo ökumenn fyrir of hraðan akstur í gærkvöldi. Annar var mældur á 102 km hraða þar sem leyfður hraði er 70 og hinn á 112 km hraða þar sem leyfður hraði er 90 km.
Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025