Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fartölvu, skjávarpa og gallabuxum stolið
Þriðjudagur 7. mars 2006 kl. 09:06

Fartölvu, skjávarpa og gallabuxum stolið

Lögreglan í Keflavík fékk tilkynningar um tvö innbrot um helgina. Brotist var inn í Miðstöð símenntunar við Skólaveg. Sá eða þeir sem voru að verki höfðu komist inn með því að fjarlægja laust fag. Stolið var myndvarpa af gerðinni Toshiba og nokkrar skemmdir unnar er hann var tekinn niður.

Þá var tilkynnt um innbrot í verslunina Blend að Hafnargötu 50. Gluggi hafðii verið spenntur upp og þannig farið inn.. Stolið var fartölvu í tösku, ferða DVD spilara og turn af borðtölvu. Einnig hafði verið tekið búnt af gallabuxum ca. 15 stykki og kr. 11.500.- úr peningakassa. Þá var talsvert rótað til í húsnæðinu.

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024