Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Farþegum WOW air fjölgaði um 60% í maí
Laugardagur 9. júní 2018 kl. 06:00

Farþegum WOW air fjölgaði um 60% í maí

WOW air flutti 328 þúsund farþega til og frá landinu í maí eða um 60% fleiri farþega en í maí árið 2017. Þá var sætanýting WOW air 90% í maí í ár en var 86% í fyrra. Sætanýtingin jókst þrátt fyrir 59% aukningu á framboðnum sætakílómetrum miðað við sama tímabil í fyrra.
Það sem af er ári þá hefur WOW air flutt um 1,2 milljón farþega. Samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu þá er 13% vöxtur ferðamanna til Íslands í maí mánuði drifinn áfram einna helst af ferðamönnum frá Bandaríkjunum. Komufarþegum WOW air fjölgaði um 25% á milli ára samanborið við 13% vöxt heildarmarkaðarins til Íslands.

„Það er verulega jákvætt að sjá áframhaldandi aukningu á ferðamönnum til Íslands. Vissulega má sjá að hægst hefur á vexti enda ekki við öðru að búast eftir 45% vöxt í fyrra. Við ættum öll að líta á þetta sem tækifæri til þess að styrkja innviðina og bæta þjónustuna. Þá er bókunarstaða WOW air í sumar mjög góð og við horfum björtum augum fram á við,“ segir Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air.
WOW air flýgur nú til hátt í fjörutíu áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku en nýlega bættist Indland við leiðarkerfi WOW air en flug til Nýju Delí hefst í desember á þessu ári. Þá bættust á dögunum við fimm nýir áfangastaðir í Bandaríkjunum; Dallas, Cleveland, Cincinnati, St. Louis og Detroit. Einnig bættust við leiðakerfi félagsins JFK flugvöllur í New York og Stansted flugvöllur í London.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024