Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Farþegum WOW air fjölgaði um 56% í júní
Þriðjudagur 11. júlí 2017 kl. 10:58

Farþegum WOW air fjölgaði um 56% í júní

WOW air flutti 261 þúsund farþega til og frá landinu í júní eða um 56% fleiri farþega en í júní árið 2016. Þá var sætanýting WOW air 86% í júní í ár sem er sambærilegt miðað við sama tíma í fyrra þrátt fyrir 54% aukningu á framboðnum sætakílómetrum miðað við sama tímabil í fyrra. Það sem af er ári þá hefur WOW air flutt yfir 1.2 milljón farþega en það er 124% aukning á sama tímabili frá árinu áður.

WOW air flýgur nú til þrjátíu áfangastaða í Evrópu og Norður Ameríku. Í þessari viku hefst áætlunarflug til Chicago í Bandaríkjunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024