Farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 70% í janúar
Farþegar um Keflavíkurflugvöll voru 70 prósent fleiri í janúar á þessu ári en í sama mánuði í fyrra. Almennt jókst fjöldi farþega á evrópskum flugvöllum um 8.9 prósent á sama tíma samkvæmt tölum ACI, sambandi evrópskra flugvalla. Frá þessu er greint á vefnum Turisti.is.
Viðlíka fjölgun farþega og á Keflavíkurflugvelli hefur ekki verið á neinum öðrum flugvelli í Evrópu í byrjun árs, sé miðað við flugvelli með fleiri en fimm milljónir farþega á ári.