Farþegum milli Kastrup og Keflavíkur fjölgaði um 23,8% á síðasta ári
Farþegum milli Kastrup í Kaupmannahöfn og Keflavíkur fjölgaði um 76.790 á síðasta ári miðað við árið 2003 eða um 23,8%. Var Keflavík sá áfangastaður þar sem mest aukning kom fram samkvæmt ársskýrslu Kastrupflugvallar, en frá þessu er greint á mbl.is.
Farþegum til og frá Ósló fjölgaði um 64.640 eða um 3,1% og um 50.525 til og frá Stokkhólmi eða um 2,8%. Farþegum til og frá Helsinki fjölgaði aðeins um 14.485 eða um 2,8%.
Farþegum til og frá Ósló fjölgaði um 64.640 eða um 3,1% og um 50.525 til og frá Stokkhólmi eða um 2,8%. Farþegum til og frá Helsinki fjölgaði aðeins um 14.485 eða um 2,8%.