Farþegum Icelandair fjölgar um 11.7% í janúar
Farþegum í áætlunarflugi Icelandair, dótturfélags Flugleiða sem sér um millilandaflug, fjölgaði um 11,7% í janúar 2005 í samanburði við sama mánuð 2004. Voru farþegarnir rúm 72 þúsund, en tæp 65 þúsund í fyrra. Sætanýting var nánast sú sama og í janúar í fyrra eða 59,1%. Þetta kemur fram í frétt á mbl.is.
Farþegum Flugfélags Íslands í innanlandsflugi fjölgaði um 9,3% í janúar og voru tæp 23 þúsund. Þá fluttu Flugleiðir-Frakt 6,9% fleiri tonn af frakt og pósti í janúar í ár en í sama mánuði í fyrra.
Í janúar voru svonefndir fartímar hjá leiguflugfélaginu Loftleiðum-Icelandic 3,8% færri en í sama mánuði 2004.