Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Farþegi var til vandræða vegna ölvunar – Þurftu að millilenda í Keflavík
Miðvikudagur 20. apríl 2011 kl. 10:29

Farþegi var til vandræða vegna ölvunar – Þurftu að millilenda í Keflavík

Flugvél frá pólska flugfélaginu LOT varð að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna þess að drukkinn farþegi var til vandræða, áreitti aðra farþega og sló flugfreyju í andlitið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á vefnum poland.pl segir, að maðurinn, sem er frá Nowy Targ, hafi verið farþegi í flugvél sem var á leið frá Cicago í Bandaríkjunum til Varsjár í Póllandi. Vitnað er til fréttar í fréttatímaritinu Tygodnik Podhalanski, þar sem haft er eftir einum farþeganum, að maðurinn hafi verið með ógnandi tilburði og meðal annars slegið flugfreyju í andlitið svo hún missti gleraugu sín.

Áhöfnin fékk síðan aðstoð farþega við að yfirbuga manninn og flugstjórinn ákvað að millilenda á Keflavíkurflugvelli þar sem lögregla tók manninn í sína vörslu.
„Við vorum orðin nokkuð smeyk um tíma," hefur blaðið eftir farþeganum.