Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Farþegi slasaðist í hörðum árekstri
Farþegi slasaðist í hörðum árekstri tveggja bifreiða á gatnamótum Stekks og Reykjanesbrautar.
Föstudagur 19. júní 2015 kl. 10:47

Farþegi slasaðist í hörðum árekstri

Nokkuð var um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Farþegi slasaðist í hörðum árekstri tveggja bifreiða á gatnamótum Stekks og Reykjanesbrautar. Bifreiðin sem hann var í  var ekið frá stöðvunarskyldu út á Reykjanesbraut og í veg fyrir aðra bifreið. Farþeginn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og þaðan á Landspítala. Bílarnir voru fjarlægðir af vettvangi með dráttarbifreið.

Þá endaði bifreið ökumanns, sem sofnaði undir stýri utan vegar  austan við Grindavíkurveg. Bifreiðin var óökufær eftir atvikið og var fjarlægð með dráttarbifreið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024