Farþegi nr. tvær milljónir um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í ár heim frá Kaupmannahöfn í dag
Tvær milljónir farþega hafa nú farið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar á árinu 2006, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Farþeginn, sem skráður er nr. tvær milljónir, reyndist vera um borð í Icelandair vél sem kom frá Kaupmannahöfn kl. 15:30 í dag. Sá heitir Ingólfur Guðmundsson. Fulltrúar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. tóku á móti farþeganum og afhentu blóm í tilefni dagsins og áfangans.
Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgar ár frá ári og gert er ráð fyrir að svo verði áfram. Árið 1996 voru farþegar rétt rúmlega ein milljón, árið 2004 fóru þar um yfir 1,6 milljónir farþega, árið 2005 ríflega 1,8 milljónir farþega og nú hefur sem sagt tveggja milljóna múrinn verið rofinn árið 2006. Spáð er um 6% fjölgun árið 2007 og að árið 2015 verði farþegafjöldinn kominn vel yfir þrjár milljónir, sem jafngildir tvöföldun á einum áratug.
Stjórn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. hefur hraðað framkvæmdum við að stækka flugstöðina, og breyta skipulagi þar, til að halda í við farþegafjölgunina. Umfangs-miklum áfanga, sem unnið er að í vetur, á að ljúka vorið 2007. Allt húsrýmið á 2. hæð flugstöðvarbyggingarinnar verður þá lagt undir verslun og þjónustu fyrir brottfararfarþega. Nýr sjálfvirkur búnaður til farangursflokkunar verður sömuleiðis tekinn í gagnið.
Sjálfur rekstur flugstöðvarinnar stendur að mestu undir fjárfestingunum og lánsfé að hluta. Það er með öðrum orðum gert ráð fyrir að stækka og breyta flugstöðinni án þess að auka álögur á farþega og flugrekendur.
Á mynd eru Elín Árnadóttir staðgengill forstjóra FLE og Ingólfur Guðmundsson farþegi nr. 2.000.000
Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgar ár frá ári og gert er ráð fyrir að svo verði áfram. Árið 1996 voru farþegar rétt rúmlega ein milljón, árið 2004 fóru þar um yfir 1,6 milljónir farþega, árið 2005 ríflega 1,8 milljónir farþega og nú hefur sem sagt tveggja milljóna múrinn verið rofinn árið 2006. Spáð er um 6% fjölgun árið 2007 og að árið 2015 verði farþegafjöldinn kominn vel yfir þrjár milljónir, sem jafngildir tvöföldun á einum áratug.
Stjórn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. hefur hraðað framkvæmdum við að stækka flugstöðina, og breyta skipulagi þar, til að halda í við farþegafjölgunina. Umfangs-miklum áfanga, sem unnið er að í vetur, á að ljúka vorið 2007. Allt húsrýmið á 2. hæð flugstöðvarbyggingarinnar verður þá lagt undir verslun og þjónustu fyrir brottfararfarþega. Nýr sjálfvirkur búnaður til farangursflokkunar verður sömuleiðis tekinn í gagnið.
Sjálfur rekstur flugstöðvarinnar stendur að mestu undir fjárfestingunum og lánsfé að hluta. Það er með öðrum orðum gert ráð fyrir að stækka og breyta flugstöðinni án þess að auka álögur á farþega og flugrekendur.
Á mynd eru Elín Árnadóttir staðgengill forstjóra FLE og Ingólfur Guðmundsson farþegi nr. 2.000.000