Farþegi kastaðist nokkra metra við árekstur
Farþegi pallbifreiðar kastaðist nokkra metra inn á bílastæði við Faxabrautina í kvöld þegar fólksbifreið lenti í árekstri við pallbifreiðina. Slysið atvikaðist þannig að ökumaður fólksbifreiðar ók austur Faxabraut og missti þar stjórn á bifreið sinni í snjó og hálku. Við það snérist bifreiðin á veginum og hafnaði á pallbifreið sem var stopp í vegarkantinum og var að hleypa út farþega.
Við höggið kastaðist farþeginn nokkra metra inn í innkeyrslu við götuna. Lögregla og sjúkralið voru þegar kölluð til og var maðurinn fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Hann kenndi sér meins í læri, en var ekki talinn alvarlega slasaður. Umtalsvert eignatjón varð á bílum í árekstrinum.
VF-mynd: Jón Björn Ólafsson
Við höggið kastaðist farþeginn nokkra metra inn í innkeyrslu við götuna. Lögregla og sjúkralið voru þegar kölluð til og var maðurinn fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Hann kenndi sér meins í læri, en var ekki talinn alvarlega slasaður. Umtalsvert eignatjón varð á bílum í árekstrinum.
VF-mynd: Jón Björn Ólafsson