Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Farþegaþota rann út af braut
Sunnudagur 28. október 2007 kl. 09:29

Farþegaþota rann út af braut

Farþegaþota, með 188 íslenska farþega innanborðs, rann út af flugbraut skömmu eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli um kl. tvö í nótt. Engan sakaði við óhappið sem varð er vélin var að að beygja inn á akstursbraut að flugstöðinni. Mikilli hálku mun vera um að kenna hvernig fór. Flugvélin er af gerðinni Boeing 737-800 og var að koma frá Tyrklandi.
Farþegunum var ekið í rútum að flugstöðvarbyggingunni. Farangurinn er enn í flugvélinni en hann mátti ekki losa fyrr en Rannsóknarnefnd flugslysa hefði skoðað vélina.


Myndir/elg: Frá vettvangi snemma í morgun.









Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024