Farþegar urðu ekki varir við þegar sprakk á vél í lendingu
Flugvél Iceland Express af gerðinni Boeing MB-90/30 var að koma frá London með 148 farþega innanborðs klukkan 14:43 í dag til Keflavíkur. Í þann mund sem vélin var að nema staðar sprakk á öðru afturhjóli hennar. Vélin stöðvaði örugglega og beygði af braut þar sem hún nam staðar og farþegar voru fluttir úr vélinni með rútu á meðan skipt var um hjólbarða. Þeir urðu að öðru leyti ekki varir við að sprungið hafi á vélinni.
Hins vegar reyndast frekar tímafrekt að flytja farþega úr vélinni þar sem engin rúta var til taks á flugvellinum og kalla þurfti til rútur frá SBK í Keflavík og tók það um 15 mínútur, segir í frétt frá Iceland Express.
Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson